Ívar Rafn Jónsson
Ingólfur Gíslason
Nanna Kristín Christiansen
Þann 25. febrúar 2022 ætlar Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ að standa fyrir ráðstefnu um leiðsagnarnám. Á ráðstefnunni verða þrír aðalfyrirlesarar, Nanna Kristín Christiansen höfundur bókarinnar Leiðsagnarnám. Hvers vegna, hvernig, hvað?, Ingólfur Gíslason og Ívar Rafn Jónsson af Menntavísindasviði. Leiðsagnarnám hefur verið að ryðja sér rúms í mörgum framhaldsskólum og því ljóst að víða er verið að gera spennandi hluti í tengslum við leiðsagnarnám. Því langar okkur að skapa rými fyrir samtal og vettvang til að deila hugmyndum.
Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ hefur unnið eftir fræðum leiðsagnarnáms frá stofnun skólans árið 2009. Í því þróunarstarfi okkar hafa skipst á skin og skúrir. Okkur þyrstir í samtal við annað áhugafólk um leiðsagnarnám.
Við vonum að þið kynnið ráðstefnuna fyrir ykkar fólki og hvetjið það til að taka þátt í henni. Við óskum eftir hugmyndum að erindum og málstofum úr sem flestum áttum. Frestur til að skila inn erindum er til 28. janúar . Vinsamlega sendið tillögur að erindum á netfangið bjork@fmos.is
Ráðstefna um leiðsagnarnám verður haldin í húsakynnum Framhaldsskólans í Mosfellsbæ staðsett í Háholti við Vesturlandsveg.